Um mig

Man hvað ég varð hissa þegar ég gat ekki pissað í fyrsta skipti, var um borð í flugvél, þá ungur maður, og næstu ár þá var þetta bara í flugi, en svo óx þessu ásmegin og hefur gert mér lífið mis erfitt síðan.

Hefðbundið lífshlaup, menntun, fjölskylda, börn og svo skilnaður upp úr miðjum aldri.
Núna, í sambúð og er að detta í það að minnka við mig vinnu vegna aldurs.
Starfa í dag sem framhaldsskólakennari í rafiðngreinum,  áður sem tæknimaður í myndgreiningartækjum á röntgendeildum.
Fékk nýlega ADHD greiningu, og í framhaldi lyf, sem breyttu miklu.

Það er ósk mín og von að þessi vefsíða, geti hjálpað þeim sem eru varnar og ráðalausir, standa einir og allt virðist vonlaust og glatað, ég hef verið þar.

T.d. smella sér á “Námskeið” eða prófa „Búnað“ og lífið skröltir af stað aftur.

Alltaf velkomið að senda mér línu ef ég get eitthvað gert eða upplýst, eða bara spjall.

e-mail: siggirunar56@gmail.com

Með bestu kveðju, Sigurður Rúnar Ívarsson.

Scroll to Top