Sameiginlegt = Félagsfælni (social phobia).
Þetta er úr bókinni „Shy bladder syndrome….“ bls 13. Lausleg þýðing.
Sérfræðingar eru almennt sammála um að félagsfælni þar á meðal „Feimin blaðra“ eigi sér ekki líkamlegar orsakir, heldur sé þetta huglægt og séu órökréttar áhyggjur af því „Hvað aðrir eru að hugsa“ sem leiðir svo til líkamlegra einkenna.
„Experts generally agree that social phobias including BBS (Bashful Bladder Syndrome) are not rooted in physical dysfunction, but are instead psychological disorders generated by irrational worry over „What others might think“ which may then lead to the manifestation of physical symptoms“
——————————————————————————————————————————————————————————
Þessi texti er lausleg þýðing af Áströlsku vefsíðunni
https://www.betterhealth.vic.gov.au/health/conditionsandtreatments/shy-bladder-syndrome
Einstaklingur með „Paruresis“ er yfirleitt:
Viðkvæmur, feiminn, samviskusamur og óttast að vera dæmdur eða gagnrýndur af öðrum.
Paruresis getur verið, í litlum mæli, miðlungs eða alvarlegt.
„A person with paruresis typically has a sensitive, shy, conscientious personality and is fearful of being judged or criticised by others. Paruresis can be mild, moderate or severe.“
——————————————————————————————————————————————————————————
Samkvæmt þessu þá er orskökin Félagsfælni, en einkenni hennar er að við hugsum ósjálfrátt um: Hvað aðrir eru að hugsa.
Og það leiðir þá til viðkvæmni, feimni og ótta hvað öðrum finnst um okkur o.s.f.v.
Þannig að einn þátturinn sem við þurfum að vinna í er einhverskonar sjálfstyrking.
Og æfa sig í að gefa skít í aðra þegar við þurfum að pissa 😊.
Þetta gæti verið mikilvægasta hugræktin fyrir okkur.
Ef til vill meðvirkninámskeið eða námskeið sem fókusa á að hætta að hugsa stöðugt um aðra, og hjálpa þeim endalaust, hætta því og fara að hugsa um sjálfan sig, hvað langar þig að gera, átt þú drauma, osfv. þetta gæti verið hluti af bata.