Sögur

Lauslega þýtt, héðan og þaðan.

————————————————————————————————————————————————

Ég veit að þetta hljómar undarlega, en þegar ég er á almenningssalerni og einhver kemur inn, þá finnst mér eins og viðkomandi sé að fókusa á mig og hvað ég sé að gera.
Þó að ég viti að hann kom bara inn á salernið til að sinna sínum málum. Ég spái í hvort hann sé að hugsa um hvað ég sé að gera, hve lengi ég sé búinn að vera þarna, hvernig mér gangi og hvort það sem ég sé að gera sé eðlilegt. Ég verð vandræðalegur og “frýs” og eftir þetta þá gengur þetta ekki þar sem ég hugsa stöðugt um hvort aðrir haldi að ég sé eðlilegur eða ekki, en líklega þá tóku þeir ekki einu sinni eftir því að ég var þarna
.

———————————————————————————————————————————————–

Ég veit að þetta er allt í höfðinu á mér, en ég ræð ekki við þetta. Hvernig veit ég að þetta huglægt vandamál, vegna þess að heima, þegar allt er í rólegheitum þá er þetta ekki vandamál, en þegar ég er úti, í verslunum, matsölustöðum, leikhúsi, bíó o.s.f.v. – þá er þetta önnur saga. Þá er það eins og að hugurinn fari á yfir-snúningi í varnarkerfinu. Alveg sama hve mikð ég reyni, ég get ekki róað hugann og pissað.

————————————————————————————————————————————————–

Ég bý heima hjá foreldrum mínum og það er ekkert vandamál, ég get pissað eðlilega þó að þau séu heima. Þau eru eina fólkið þar sem þetta er eðlilegt. Ég þori ekki að segja þeim frá þessu, því ef ég geri það, þá held ég að þau muni alltaf vera að fylgjast með þegar ég fer á salerni, hvernig mér gekk o.s.f.v. og það muni hafa þau áhrif að ég hætti að geta pissað eðlilega ef þau eru nærri.

Scroll to Top