Þetta er þýtt úr bókinni „Shy bladder syndrome. Your step-by-step guide go overcoming paruresis“ .. bls 8-9“.
Höfundar bókarinnar leggja til að þetta próf verði notað sem “staðalpróf” svo hægt sé að bera saman niðurstöður.
Sjálfspróf. 10 spurningar. Svarið Já eða Nei.
————————————————————————————————————————-
1.Finnur þú fyrir kvíða ef þú þarft að pissa í almenningssalerni ?
Já___ Nei____
2. Átt þú í vandræðum með að pissa í almenningssalernum ef aðrir eru í kringum þig ?
Já___ Nei____
3. Hefur þú áhyggjur af því hvað aðrir séu að hugsa þegar þú er að reyna að pissa ?
Já___ Nei____
4. Getur þú pissað eðlilega heima, þegar þú átt í vandræðum í almenningssalernum ?
Já___ Nei____
5. Finnst þér niðurlægjandi, eða vandræðalegt, að segja frá því að þú eigir í vandræðum með að pissa ?
Já___ Nei____
6. Það að vita að þú þurfir að fara á almenningssalerni vekur það yfirleitt upp kvíðatilfinningu ?
Já___ Nei____
7. Finnst þér að kvíðinn sem kemur þegar þú þarft að nota almenningssalerni, óeðlilega mikill ?
Já___ Nei____
8. Sleppir þú því að fara í almenningssalerni, eða ef þú ferð ert þú þá alltaf kvíðinn eða með vanlíðan ?
Já___ Nei____
9. Hafa vandamál vegna almenningssalerna veruleg áhrif á líf þitt t.d. Vinnu, Þátttöku í félagsmálum, Sambönd o.s.f.v ?
Já___ Nei____
10.Hefur þú fengið greiningu hjá heilbrigðiskerfinu um að það sé ekkert líffræðilegt sem veldur því að þú átt í erfiðleikum með að pissa í almenningssalernum ?
Já___ Nei____
————————————————————————————————————————————–
Ef meiri hluti svara er „Já“ þá ert þú líklega með „Feimna blöðru“.
Þeim mun hærra hlutfall „Já“ þeim mun meiri líkur.