———————————————————————————————————————————-
Námskeið hér heima (Rvk).
Ef áhugi er fyrir námskeiði hér heima, sendið mér línu, og við skoðum þetta saman. __ e-mail: siggirunar56@gmail.com
———————————————————————————————————————————-
Námskeið í Bretlandi.
Ég hef bara farið á eitt námskeið í Bretlandi, www.ukpt.org.uk/ og smella á Workshop.
Þetta eru x3 daga námskeið (Beginners Workshop)
Föstudagskvöld – Laugardagur – Sunnud. til ca. kl 15 .
Verð fyrir námskeið er: 165 Pund, plús flug og hótel, en best er að panta herbergi á hótelinu, og UKPT sér um það, ef ekki er næg þátttaka þá er endurgreitt.
Mig minnir að heildarkostnaður hjá mér hafi verið ca. 100þ. en ég flaug til Manchester og námskeiðið var þar í miðbænum.
(Það gengur lest frá flugstöð niður í miðbæ).
Eins er hægt að taka námskeið á netinu verðið er þá: 75 Pund.
En námskeið úti, í hóp, þar sem menn kynnast, deila sorgum og gleði, er mun öflugra og áhrifaríkara heldur en netnámskeið (var sett upp í Covid), bara það að hitta fólk sem er á sama stað og þú og skilur þig, það er stór hluti af því að ná tökum á þessu, skömmin fer en skilningur kemur í staðinn.
Leiðbeinendurnir gera þetta að mestu í sjálfboðavinnu og hafa sjálfir þurft að glíma við þetta, eru áhugasamir, einlægir og mjög hæfir.
Við erum stödd á allavega stöðum í lífinu, og því erum við mis móttækileg, sumir þurfa bara x1 námskeið aðrir 2-3 skipti og svo er einnig boðið upp á „upprifjun“ (Follow up) en það getur gerst ef maður heldur þessu ekki við eða lífið færir okkur of mikið af verkefnum, að þetta poppi upp aftur, og þá er „Follow up“ hugsað sem „upprifjun“.
Um námskeiðið.
Kosturinn við að gista á hótelinu er að þá er alltaf hægt að fara á sitt herbergi og pissa þar í friði án þess að nokkur viti af því, ef menn lenda í einhverju brasi.
En námskeiðið er haldið í litlum fundarsal á hótelinu og við höfum þennan fundarsal allan tímann, þar eru glærur og fyrirlestrar og menn spjalla saman, svo er farið á alla vega salerni á hótelinu, en veitingastaður og bar er sambyggt hóteli, byrjum á salernum í okkar herbergjum með lokaðar dyr, og þú ert einn inni, engin pressa.
Þú ert aldrei beðinn um að gera eitthvað sem þú vilt ekki, þú ræður ferðinni.
Það sér þig enginn þegar þú pissar.
Það veit enginn hvort þú gast pissað eða ekki.
Það spyr þig enginn hvernig gekk osfv.
Og svo er farið mjög rólega í að auka erfiðleikastigið, t.d. þú ert inni í þínu hótel herbergi, hurðin inn á klósett er lokuð, og félagi þinn (eða félagar) er þar sem þú staðsetur hann, þú getur byrjað með hann langt í burtu, t.d. í ganginum eða nær, þú ræður því.
Hver og einn finnur sín takmörk, nægur tími.
Þetta gengur mjög sjaldan í fyrstu tilraun, en það hjálpar að drekka frekar mikið og vera dáltið mál að pissa, og svo reyna menn bara aftur og aftur, hugurinn róast osfv.
Eftir hverja „lotu“ þá hittast menn í fundarsalnum, en hver lota er rúmur 1 tími. Það má ekki spyrja aðra hvernig gekk o.s.f.v. því heldur hver fyrir sig.
Leiðbeinendur taka síðan hvern og einn í stutt trúnaðarsamtal þar sem þeir meta viðkomandi.
Síðan hittast leiðbeinendur og ákveða næstu skref, þeir geta breytt samsettningu á „hópum“ og verkefnum og svo framvegis, vanaleg er stuttur fyrirlestur á milli lota.
Oft eru einstaklingar sem geta ekki pissað neitt nema þeir séu alveg „einir og frjálsir“ og það er í góðu lagi, þá er kominn grunnur til að vinna áfram, ég sá í bókinni.
„Shy bladder syndrome. Your step-by-step guide to overcoming paruresis“
að einn þátttakandi fór á x13 námskeið áður en eitthvað fór að ganga.
Þannig að ef þú ætlar á námskeið þá þarftu ekki hafa áhyggjur ef ekkert gengur, það er í góðu lagi, bara að mæta og reyna, það brýtur ísinn og smátt og smátt þá ná menn tökum á þessu, málið er að halda áfram, skrefin mega vera stutt og með hvíld, jafnvel aðeins til baka, en smátt og smátt þá kemur þetta.
Þessu er stundum líkt við að hlaupa Maraþon, byrjar á stuttum æfingum og svo er bætt við, tekur tíma, og svo þarf að halda því við, vökva blómið.
Í bókinni sem ég minntist á „Shy bladder syndrome. Your step-by-step guide to overcoming paruresis“ og hægt er að panta t.d. á www.Amazon.com.
Á bls 68 – 76 þá lýsir kona, Silvía, þessum x3 dögum í smáatriðum og hvernig hún tókst á við að auka erfiðleikastigið, þurfti stundum að bakka og svo framvegis.
Mjög minnisstæð og góð lesning, mæli með þessari bók.
Mæli eindregið með þessu námskeiði, eru haldin til skiptis í hinum ýmsu borgum í Bretlandi, sjá heimasíðu www.ukpt.org.uk/ Workshop.