Líffræði


Eitt elsta kerfið í heila er Mandlan (Amygdala) þetta gríðarlega öflugt varnarkerfi sem tekur inn fjölda skilaboða, ekki bara frá augum-eyrum-húð osfv.
Heldur líka niðurstöður margra kerfa sem mæla, vega og meta og gefa skilaboð til Möndlunar, ef hugurinn er ekki í ró þá gefur Mandlan ekki leyfi til að pissa og þar með getur  ósjálfráða taugakerfið ekki ræst ferlið.
En ósjálfráða taugakerfið sér um 2 skref af 3 til að geta pissað

  1. Draga saman Þvagblöðru með vöðvum sem eru í vegg þvagblöðru (Detrusor)
  2. Opna Innri hringvöðva kranan ( Internal sphincher )
  3. Svo er þriðja skerfið, en því ráðum við yfir, okkar hugur, og það er að
     opna Ytri hingvöðva kranann (External Sphincer).
    T.d.ef við stoppum bunu í miðju ferli þá er það ytri hringvöðvinn sem stoppar ferlið.

Mandlan (Amygdala) er inn í miðjum heila í elsta hluta taugakerfisins.
(Gamli heili).

Getum ekki breytt henni, en getum reynt að kenna henni að aðstæður sem áður voru hættulegar, eru í lagi í dag.

Í dag þá telja menn að megin  ástæða Paruresis, sé að hugurinn nái ekki ró, hann er alltaf á varðbergi,  Mandlan fær fjölda skilaboða sem hún túlkar sem að hætta sé á ferðum og gefur ekki leyfi fyrir skref a. og b. sem er að draga saman þvagblöðru og opna innri krana.

Við það að geta ekki ræst pissuferlið sem ósjálfráða taugakerfið  sér um, þá fara neikvæðar hugsanir af stað,  sem yfirtaka allt , Mandlan skynjar það sem enn sterkari skilaboð um að hætta sé á ferðum og harðlæsir að boð fari frá ósjálfráða taugakerfinu um að það sé í lagi að pissa.

Vítahringur sem eflist við hvern hugsanahring.

Eina leiðin er að gefast upp, yfirgefa svæðið, reyna að róa hugann osfv.
Þetta er ástæðan fyrir því að hluti af námskeiðinu er að reyna að ná tökum á eigin hugsunum.

Þetta er skissa sem sýnir Þvagblöðruna en utan um hana eru samdráttarvöðvar (Detrusor).  Og Innri krani  og Ytri krani  á þvagrásinni sitt hvoru megin  við blöðruhálskirtil, en þvagrásin liggur í gegnum blöðruhálskirtil.

Að pissa eru 3 skref a-b-c.

a.Blaðra dregst saman (Detrusor)
b. Innri hringvöðva krani opnar.  (Internal Sphincer)

„Mandlan“ sér um a. og b.  (Ósjálfráða taugakerfið).

c.Ytri hringvöðva krani  opnar (External Sphincer)

Okkar eigin hugur sér um skref c.

Blöðruhálskirtill er á milli Innri og Ytri krana, ef stækkun er í blöðruhálskirtli,  þá getur það haft áhrif á bæði kranana og einnig þvagleiðarann, sem liggur í gegnum blöðruhálskirtil, stækkun á blöðruhálskirtli gæti t.d. leitt til þess að það tekur smá tíma að byrja, og ef hugurinn er ör, þá koma strax skilaboð, þetta gengur ekki og Mandlan hættir þá að senda skilaboð um að herpa saman blöðru og opna innri krana og allt stoppar.

Stundum er eitthvað sem veldur því að kerfið  nær ekki að tæma sig í einu lagi,  heldur verðum manni mál tiltölulega fljótt aftur, þetta getur t.d. verið út af tregu rennsli frá nýra og í blöðru, sem tekur við sér þegar blaðra er búin að tæma sig,

Og stundum þá eru menn lengi að ná því að pissa, án þess að vera með paruresis, kerfið er þá bara að gera eitthvað annað, á oft við eldri karla.

Scroll to Top